Úthlutun

Úthlutun tekna vegna innheimtu

Eftir að greitt hefur verið til varasjóðs og fé lagt til hliðar til greiðslu rekstrarkostnaðar er rekstrarafgangi samtakanna skipt á milli aðildarfélaganna sem hér segir:

  • Tekjur af auðum hljóðböndum og hljóðbandatækjum skiptast í þessum hlutföllum: STEF 39%, SFH 54%, og Rithöfundasamband Íslands 7%.
  • Tekjum af myndböndum og myndbandstækjum skiptast á milli aðildarsamtaka í þessum hlutföllum: STEF 13%, Rithöfundasamband Íslands og Hagþenkir samtals 16%, Samtök kvikmyndaleikstjóra 12%, Myndstef 3,5%, þar af er hlutdeild leikmynda- og búningahöfunda 2/3 en hlutdeild annarra myndhöfunda 1/3, Blaðamannafélag Íslands 2,5%, Félag kvikmyndagerðarmanna 4,5%, Félag leikstjóra á Íslandi 2,5%, Félag íslenskra hljómlistarmanna 10%, Félag íslenskra leikara 13%, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda 15% og Samband hljómplötuframleiðenda 8%.