Notkun óráðstafanlegra fjárhæða

Til að mæta óvæntum kröfum aðila, sem standa utan IHM, og kostnaði IHM, öðrum en rekstrarkostnaði, skal árlega leggja í varasjóð 5% af heildartekjum IHM hvers rekstrarárs. Þegar höfuðstóll sjóðsins er orðinn kr. 10.000.000,- falla greiðslur til hans niður.

Fjármuni í sjóðinum má nýta til að greiða rétthöfum sem ekki hafa áður gert tilkall til réttindagreiðslna frá IHM og er ætlað að standa straum af greiðslu slíkra krafna, en afstaða til slíkra krafna skal tekin af stjórn hverju sinni, þegar þær koma fram.

Fjárhæð þessi skal endurskoðuð árlega miðað við verðlagsþróun og skal koma fram í ársreikningi félagsins. Sé gengið á höfuðstólinn skulu greiðslur til hans hefjast að nýju skv. sömu reglum. Þegar kröfur fyrnast, vegna fjárhæða sem ekki hefur verið unnt að ráðstafa til rétthafa, skal heimilt að úthluta slíkum fjármunum til rétthafa með almennum hætti.