Fulltrúaráð
Fulltrúaráð IHM
Fulltrúaráð samtakanna skipa fulltrúar sem tilnefndir skulu til tveggja ára af aðildarsamtökunum sem hér segir
- Tveir fulltrúar og tveir til vara, tilnefndir af STEFi.
- Fjórir fulltrúar og tveir til vara, tilnefndir af SFH.
- Tveir fulltrúar og einn til vara, tilnefndir af Rithöfundasambandi Íslands.
- Einn fulltrúi og einn til vara, tilnefndir af öðrum aðildarsamtökum, hverjum um sig.
Stjórnarmenn samtakanna eiga og sæti í fulltrúaráði samtakanna og hafa þar atkvæðisrétt, málfrelsi og tillögurétt. Samtök, sem öðlast hafa aukaaðild að samtökunum, hafa og rétt til að tilnefna áheyrnarfulltrúa til setu á fundum fulltrúaráðsins án atkvæðisréttar.
Aðalviðfangsefni fulltrúaráðsins eru þessi
- Að ákveða í aðalatriðum störf og stefnu Innheimtumiðstöðvarinnar.
- Að hafa eftirlit með starfsemi hennar.
- Að taka afstöðu til aðildar nýrra samtaka.
Fulltrúaráðið er skipað eftirtöldum aðilum
- Frá STEFi eru fulltrúarnir Bragi Valdimar Skúlason og Þórunn Gréta Sigurðardóttir, til vara Hjálmar R. Ragnarsson og Óttarr Proppé.
- Frá SFH eru fulltrúarnir Gunnar Hrafnsson, Haraldur Levý Gunnarsson, Sölvi Blöndal og Margrét Þorsteinsdóttir, til vara Birna Hafstein og Lárus Jóhannesson.
- Frá RSÍ eru fulltrúarnir Ragnheiður Tryggvadóttir og Karl Ágúst Úlfsson, til vara Tinna Ásgeirsdóttir.
- Frá SKL er fulltrúi Hrönn Sveinsdóttir, til vara Hilmar Oddsson.
- Frá SÍK er fulltrúi Kristinn Þórðarson, til vara Lilja Ósk Snorradóttir.
- Frá FK er fulltrúi Hákon Már Oddsson, til vara Sigríður Rósa Bjarnadóttir.
- Frá Myndstefi er Logi Bjarnason, til vara Ragnar Th. Sigurðsson.
- Frá Hagþenki er fulltrúi Ásdís Thoroddsen, til vara Friðbjörg Ingimarsdóttir.
- Frá FÍL er fulltrúi Birna Hafstein.
- Frá FLÍ er fulltrúi Kolbrún Halldórsdóttir, til vara Páll Baldvin Baldvinsson.
- Frá BÍ er fulltrúi Hjálmar Jónsson, til vara Arndís Þorgeirsdóttir.