Spurt og svarað

1) Hvað er IHM? IHM ber fullu nafni heitið Innheimtumiðstöð rétthafa. Aðaltilgangur IHM er að móttaka og úthluta bótum úr ríkissjóði vegna bóta til rétthafa vegna eintakagerðar til einkanota eins og nánar er lýst í framangreindu ákvæði höfundalaga.

2) Hverjir eru aðilar að IHM? Aðilar að IHM eru STEF, SFH(Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda), RSÍ (Rithöfundasamband Íslands), Hagþenkir, BÍ (Blaðamannafélag Íslands) SKL (Samtök kvikmyndaleikstjóra) F-SÍK (Framleiðendafélagið-Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda) FÍL(Félag íslenskra leikara) FK (Félag kvikmyndagerðamanna), Myndstef og Félag leikstjóra á Íslandi.

3) Hvejir eru tekjustofnar IHM? IHM tekur á móti greiðslum úr ríkissjóði sem hugsaðar eru sem bætur vegna eintakagerðar til einkanota. Þessum bótum úthlutar IHM til aðildarfélaga sinna á grundvelli samkomulags aðila, sáttatillögu sáttamanns eða á grundvelli niðurstöðu gerðardóms. Nánar um þetta vísast til 3. mgr. og 4. mgr. 11. gr. höfundalaga nr. 73/1972.