Um IHM

Samtökin heita Innheimtumiðstöð gjalda skv. 11. gr. höfundalaga nr. 73/1972, skammstafað IHM.

Aðaltilgangur IHM er að annast innheimtu gjalda af tækjum, diskum plötum eða öðrum hlutum til hliðrænnar eða stafrænnar upptöku. Nánar er þetta tilgreint í ofangreindum lagaákvæði sbr. 2. grein laga nr. 60/2000 og reglugerð nr. 125/2001, sbr. reglugerð nr. 168/2001, sbr. reglugerð 227/2001.

Aðilar að IHM eru STEF (Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar), SFH (Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda), RSÍ (Rithöfundasamband Íslands), Hagþenkir, (Félag höfunda fræðirita og kennslugagna), (Blaðamannafélag Íslands) SKL (Samtök kvikmyndaleikstjóra) SÍK (Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda), FÍL (Félag íslenskra leikara) FK (Félag kvikmyndagerðamanna), Myndstef og Félag leikstjóra á Íslandi.

Önnur félög en þau, sem að framan eru greind, geta sótt um aukaaðild að samtökunum enda teljast þau hafa verulegra hagsmuna að gæta á þessu sviði.