Gjaldskrá

Gjaldskrá IHM

Úr reglugerð nr. 125/2001 frá 29.1. 2001 sbr. reglugerð nr. 168/2001 frá 6.3. 2001, sbr. reglugerð 227/2001 frá 15. 3. 2001 um innheimtu höfundaréttar-gjalda skv. 3. og 4. mgr. 11. gr. höfundalaga með skýringum vegna tollnúmera.

1.gr.
Við innflutning eða framleiðslu á böndum, diskum, plötum eða öðrum hlutum, hvort sem er til hliðrænnar eða stafrænnar upptöku, skal greiða höfundaréttargjöld sem hér segir

 • A. Hlutir til upptöku á hljóði eingöngu.
  1) Af óáteknum segulböndum sem flokkast í tollnúmer (tnr.) 8523.1191, 8523.1291 og 8523.1391 skal greiða 35 kr. á hvert eintak. (360 mín eða styttri)
  2) Af óáteknum segulböndum sem flokkast í tnr. 8523.1192, 8523.1292 og 8523.1392 skal greiða 70 kr. á hvert eintak. (360-540 mín)
  3) Af óáteknum segulböndum sem flokkast í tnr. 8523.1193, 8523.1293 og 8523.1393 skal greiða 105 kr. á hvert eintak. (540-720 mín.)
  4) Af óáteknum segulböndum sem flokkast í tnr. 8523.1194, 8523.1294 og 8523.1394 skal greiða 140 kr. á hvert eintak. (720 -900 mín.)
  5) Af óáteknum segulböndum sem flokkast í tnr. 8523.1199, 8523.1299 og 8523.1399 skal greiða 175 kr. á hvert eintak. (stærri en 4mm til og með 6,5 mm)
 • B. Hlutir til upptöku á myndum ásamt hljóði.
  1) Af óáteknum myndböndum sem flokkast í tollnúmer (tnr.) 8523.1121, 8523.1221 og 8523.1321 skal greiða 100 kr. á hvert eintak.(480 mín. eða styttri)
  2) Af óáteknum myndböndum sem flokkast í tnr. 8523.1122, 8523.1222 og 8523.1322 skal greiða 200 kr. á hvert eintak. (480-720 mín.)
  3) Af óáteknum myndböndum sem flokkast í tnr. 8523.1123, 8523.1223 og 8523.1323 skal greiða 300 kr. á hvert eintak. ( 720 -960 mín.)
  4) Af óáteknum myndböndum sem flokkast í tnr. 8523.1124, 8523.1224 og 8523.1324 skal greiða 400 kr. á hvert eintak.( 900-1200 mín.)
  5) Af óáteknum myndböndum sem flokkast í tnr. 8523.1129, 8523.1229 og 8523.1329 skal greiða 500 kr. á hvert eintak.
  6) Af geisladiskum með allt að 2 Gb minnisrýmd sem flokkast í tnr. 8523.9001 skal greiða 17 kr. á hvert eintak.
  7) Af geisladiskum með meira en 2 Gb minnisrýmd sem flokkast í tnr. 8523.9002 skal greiða 50 kr. á hvert eintak.

2.gr.
Við innflutning eða framleiðslu eftirtalinna tækja, hvort sem er til hliðrænnar eða stafrænnar upptöku, skal greiða höfundaréttargjöld sem hér segir

 • 1) Af segulbandstækjum sem flokkast í tnr. 8520.3200, 8520.3300 og 8520.3900 skal greiða 4% af verði hvers tækis.
 • 2) Af tækjum til upptöku, þ. á m. á geisladiska, smádiska (minidiscs), þ.e. geisladiskabrennurum/geisladiskaskrifurum sem flokkast í tnr. 8520.9002 skal greiða 4% af verði hvers tækis.
 • 3) Af tækjum til upptöku á minnisflögur, þ. á m. í MP-3 spilara, sem flokkast í tnr. 8520.9003 skal greiða 4% af verði hvers tækis.
 • 4) Af myndupptökutækjum sem flokkast í tnr. 8521.1029 og 8521.9029 skal greiða 4% af verði hvers tækis.
 • 5) Af útvarpstækjum með sambyggðu segulbandstæki sem flokkast í tnr. 8527.1201, 8527.1301, 8527.2101 og 8527.3101 skal greiða 2% af verði hvers tækis.
 • 6) Af útvarpstækjum með plötu- og/eða geislaspilara og segulbandstæki sem flokkast í tnr. 8527.1302, 8527.2102 og 8527.3102 skal greiða 1% af verði hvers tækis.

3.gr.
Við innflutning skal höfundaréttargjald skv. 2. gr. lagt á tollverð vöru, eftir því sem nánar er ákveðið í tollalögum nr. 55/1987, með síðari breytingum og gilda ákvæði þeirra laga ennfremur um innheimtu á gjaldinu, eftir því sem við á, enda hafi samtök höfundaréttarfélaga falið tollyfirvöldum innheimtu þess á grundvelli 6. mgr. 11. gr. höfundalaga nr. 73/1972.

Við framleiðslu skal höfundaréttargjald skv. 2. gr. lagt á framleiðsluverð vöru, eftir nánari ákvörðun ráðherra.

4.gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 5. mgr. 11. gr. höfundalaga nr. 73/1972, sbr. 2. gr. laga nr. 60/2000 og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 177/1989, með síðari breytingum.

Þannig gert í menntamálaráðuneytinu 29.janúar, 6.mars og 15. mars 2001