Frádráttur frá réttindatekjum
Almenn stefna um frádrátt frá réttindatekjum og arðs af fjárfestingu þeirra
Áður en ákvörðun um úthlutun á réttindagreiðslum er tekin, skal stjórn draga frá tekjum öll rekstrargjöld og önnur útgjöld IHM. Miða skal við fjárhæðir í samþykktum ársreikningi IHM. Leitast skal við að halda rekstrarkostnaði í lágmarki, án þess þó að það bitni á starfsemi félagsins. Stjórn er heimilt að setja sérreglur um mismunandi skiptingu á gjöldum til frádráttar af réttindagreiðslum eftir eðli þeirra.
Til að mæta óvæntum kröfum aðila, sem standa utan IHM, og kostnaði IHM, öðrum en rekstrarkostnaði, skal árlega leggja í varasjóð 5% af heildartekjum IHM hvers rekstrarárs. Þegar höfuðstóll sjóðsins er orðinn kr. 10.000.000,- falla greiðslur til hans niður. Fjárhæð þessi skal endurskoðuð árlega miðað við verðlagsþróun og skal koma fram í ársreikningi félagsins. Sé gengið á höfuðstólinn skulu greiðslur til hans hefjast að nýju skv. sömu reglum. Eftir að greitt hefur verið til varasjóðs samkvæmt framangreindu og fé lagt til hliðar til greiðslu rekstrarkostnaðar skal réttindagreiðslum úthlutað til rétthafa.
Fjármagnstekjum skal ráðstafað við úthlutun til rétthafa með sama hætti og öðrum tekjum.