Almenn fjárfestingarstefna
Stjórn skal ávaxta fjármuni félagsins með tryggum hætti, einkum með vörslu á innlánsreikningum banka. Leitast skal við að ávaxta fjármuni félagsins með sem arðbærustum hætti, enda séu fjármunir almennt ekki bundnir lengur en í 30 daga.
Óski erlendir rétthafar sérstaklega eftir því, skal heimilt að geyma þær tekjur, sem ætlaðar eru þeim, á innlendum innlánsreikningum í erlendum myntum.