Menningarsjóður IHM

Menningarsjóður IHM starfar samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 11. gr. höfundalaga nr. 73/1972 og grein 5.1. í samþykktum fyrir IHM nr. 517/1984.

Tekjur Menningasjóðs IHM eru 15% framlag IHM af rekstrarafgangi. Greiðist það fé samkvæmt sérstöku samkomulagi við stjórn IHM.

Hlutverk Meningarsjóðs er að veita framlög til útgáfu á íslenskum hugverkum og listflutningi.Úthlutanir úr sjóðnum skulu taka mið af því að verkefni komi sem flestum að notum þó styrk sé varið til einstakra verkefna.

Skal sjóðurinn einkum leggja áherslu á útgáfu hugverka og listflutnings með stafrænni tækni, margmiðlunarverkefna, sem samanstanda af íslenskum hugverkum og listflutningi úr ýmsum listgreinum til dreifingar á Internetinu eða með sambærilegum hætti.

Í því skyni að hvetja til útgáfu á íslenskum hugverkum og listflutningi með framangreindum hætti veitir sjóðurinn ennfremur framlög til rannsókna og kynningar á höfunda- og grannrétttindum.

Stjórn Menningarsjóðs IHM skal skipuð stjórn IHM ásamt formanni sem skipaður er af menntamálaráðherra að fengnum tillögum höfundaréttarnefndar.

Skrifstofa IHM að Laufásvegi 40, Reykjavík sér um fjárhald og fjárreiður sjóðsins undir yfirstjórn formanns og sjóðsstjórnar.